Select Page
Endurvarp / Retransmission

Endurvarp / Retransmission

Endurvarp / Retransmission

Svigrúm/Leeway

Grafíksalurin Hafnarhús Iceland 2023

Innsetning Svigrúm er sett saman úr hringformum sem hanga úr lofti og á þeim liggja ýmsir fundnir hlutir úr náttúrunni  Myndbandi af sólarlagi á haffleti er varpað á innsetninguna og út kemur víxlverkandi endurvarp og skuggavarp á vegg og gólf. Boðið er upp á að áhorfandinn gangi inn í verkið, verði þátttakandi í ferðalagi og róandi hreyfingum öldunnar.
Efni: Speglar, plexigler og bönd. Ígulker, Péturskip, baggalútar, glerhallar og rekaviður.

Pendúll. Verkið Pendúll er í samtali við hreyfiferla jarðar á sýningar tímabilinu.
Efni: Vikursteinn sem fannst í flæðarmáli fjörunnar á móts við Suðurgötu / flugvöll og band.

Endurvarp/Retransmission er samsetning sjö hringforma sem hanga úr lofti og mynda súlu.
Efni :  Kringlóttir speglar og plexigler 70 x 70 cm, viður, strengir, þræðir og járnklemmur.